Carragher segir United í betri málum án Ronaldo

Cristiano Ronaldo.
Cristiano Ronaldo. AFP/Lindsey Parnaby

Framtíð Cristiano Ronaldo hjá enska knattspyrnuliðinu Manchester United er í óvissu en talið er að hann vilji yfirgefa liðið til að leika í Meistaradeildinni að ári.

„Ég hef gagnrýnt þessi félagsskipti frá því að þau gengu í gegn á síðasta ári. Ég veit að það er hægara sagt en gert að losa leikmann frá félaginu og í sannleika sagt viljum við blaðamenn auðvitað að Cristiano Ronaldo fari ekki, hann býr til fyrirsagnir.

En horfandi á þetta með gagnrýnum augum verður United að losa hann og byrja upp á nýtt með ungt lið. Ef hann spilar hins vegar um helgina munu öll augu verða á honum.“

United mætir Brighton í fyrstu umferð deildarinnar á Old Trafford á morgun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert