Mörkin: Sjálfsmark skildi liðin að

Leeds vann 2:1-sigur á Wolves í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í dag.

Daniel Podence kom Wolves yfir strax á sjöttu mínútu en Rodrigo jafnaði fyrir hálfleik eftir mistök Jose Sá í marki Wolves.

Það var svo Rayan Ait Nouri sem setti boltann í eigið net þegar um korter var eftir og voru því heimamenn í Leeds sem að náðu í stigin þrjú.

Mörkin úr leiknum má sjá í spilaranum hér að ofan.

Leikur Leeds og Wolves var sýndur beint á Síminn Sport.

mbl.is