Naumur sigur Chelsea í Liverpool

Raheem Sterling á fleygiferð í sínum fyrsta leik með Chelsea.
Raheem Sterling á fleygiferð í sínum fyrsta leik með Chelsea. AFP/Lindsey Parnaby

Chelsea vann 1:0-útisigur á Everton í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í kvöld, en um lokaleik dagsins var að ræða.

Í jöfnum fyrri hálfleik skoraði Jorginho úr víti á níundu mínútu uppbótartímans, eftir að Abdoulaye Doucouré tók Ben Chillwell niður innan teigs. Vítið var afar öruggt, en Ítalinn renndi boltanum í bláhornið og sendi Jordan Pickford í vitlaust horn.

Fyrir utan markið var ekki mikið um opin færi í seinni hálfleik og seinni hálfleikur spilaðist svipað. Chelsea var töluvert meira með boltann, fékk fullt af hornspyrnum en gekk illa að reyna mikið á Jordan Pickford í markinu.

Hinum megin hafði Edouard Mendy ekki mikið að gera og var Everton ekki líklegt til að skora í leiknum. Liðið saknaði Dominic Calvert-Lewin, sem er frá keppni vegna meiðsla.

Mörkin urðu ekki fleiri og Chelsea fagnaði naumum sigri.

Everton 0:1 Chelsea opna loka
90. mín. Það verða tíu mínútur í uppbótartíma. Tíu mínútur.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert