Fótbrotnaði í fyrsta leik

Ben Godfrey verður frá keppni næstu vikurnar.
Ben Godfrey verður frá keppni næstu vikurnar. AFP/Nigel Roddis

Enski knattspyrnumaðurinn Ben Godfrey verður frá keppni næstu vikurnar eftir að hafa fótbrotnað í leik Everton og Chelsea í 1. umferð ensku úrvalsdeildarinnar á Goodison Park í Liverpool í gær.

Godfrey varð fyrir meiðslunum er hann tæklaði Kai Havertz, leikmann Chelsea. Gert var að meiðslum leikmannsins í átta mínútur á vellinum, áður en hann var borinn af velli.

„Meiðslin hjá Godfrey snúast um lítið beinbrot. Við erum að skoða það nánar en hann verður frá í einhvern tíma,“ sagði Frank Lampard, knattspyrnustjóri Everton, á blaðamannafundi eftir leik.  

mbl.is