Gross afgreiddi United á Old Trafford

Pascal Gross fagnar fyrra marki sínu í dag.
Pascal Gross fagnar fyrra marki sínu í dag. AFP/Lindsey Parnaby

Brighton vann magnaðan 2:1-útisigur gegn Manchester United á Old Trafford í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í dag.

United-liðið var meira með boltann í fyrri hálfleik án þess þó að ná að skapa sér mörg færi á meðan Brighton varðist mjög vel og beitti stórhættulegum skyndisóknum. Eftir hálftíma kom svo fyrsta markið. Leandro Trossard fann þá Danny Welbeck í hlaupi inn fyrir vörn United, hann lagði boltann fyrir markið þar sem Pascal Gross mætti og setti hann í opið mark af stuttu færi.

Gross tvöfaldaði svo forystu Brighton tæpum 10 mínútum síðar. Solly March átti þá skot úr teignum sem David De Gea varði beint fyrir fætur Gross sem skoraði aftur í opið mark.

Í síðari hálfleik lá Brighton-liðið mjög aftarlega og leyfði United algjörlega að sjá um að hafa boltann. Heimamenn sóttu án afláts og það uppskar mark þegar rúmlega 20 mínútur voru til leiksloka. Boltinn fór þá af Alexis Mac Allister í eigið net eftir mikinn darraðardans eftir hornspyrnu. 

Lengra komst United ekki þrátt fyrir mikinn sóknarþunga og Brighton er því með þrjú stig eftir fyrstu umferð á meðan United er án stiga.

Lýsing uppfærist sjálfkrafa

Allar lýsingar í beinni

Man. Utd 1:2 Brighton opna loka
90. mín. Jadon Sancho (Man. Utd) fer af velli
mbl.is