Gylfi: Eins og að Rangnick sé búinn að missa hárið

Gylfi Einarsson og Bjarni Þór Viðarsson voru gestir Tómasar Þórs Þórðarsonar í Vellinum á Símanum sport í kvöld. 

Gylfi bjóst við smá meiri breytingum á liði Manchester United í dag með komu Erik ten Hag en fannst þetta vera eins og að Ralph Rangnick, fyrrum þjálfari, væri ennþá á hliðarlínunni en bara búinn að missa hárið. United tapaði leiknum 1:2 gegn Brighton. 

Umræðurnar má sjá í spilaranum hér fyrir ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport

mbl.is