Ronaldo mættur á Old Trafford fyrir leik dagsins

Cristiano Ronaldo.
Cristiano Ronaldo. AFP/Lindsey Parnaby

Cristiano Ronaldo er mættur á Old Trafford fyrir leik Manchester United og Brighton í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.

Mikil óvissa hefur verið með framtíð Portúgalans en talið er að hann vilji yfirgefa félagið til að spila í Meistaradeildinni á tímabilinu. Ekki var vitað hvort hann myndi leika með United í dag.

Sky Sports birti hins vegar myndband á Twitter-síðu sinni fyrir skömmu þar sem Ronaldo sést mæta á Old Trafford og því virðist vera að hann verði í leikmannahópnum í dag.

mbl.is