United ætlar að sækja litríka framherjann

Marko Arnautovic gæti snúið aftur í ensku úrvalsdeildina.
Marko Arnautovic gæti snúið aftur í ensku úrvalsdeildina. AFP

Manchester United er að reyna að fá litríka knattspyrnumanninn Marko Arnautovic í sínar raðir og hafa nú þegar boðið 7,6 milljónir punda í hann, sem núverandi félag hans Bologna hafnaði. 

Manchester United tapaði 1:2 fyrir Brighton í fyrsta leik sínum í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili fyrr í dag. Stuttu eftir tapið fóru sögusagnirnar almennilega í gang. 

United leitar nú að framherja þar sem Anthony Martial er meiddur og óvissa er um framtíð Cristiano Ronaldo. Næstur á lista virðist vera Austurríkismaðurinn. Frá þessu greinir Skysports. 

Arnautovic lék í ensku úrvalsdeildinni frá 2013- 2019 með Stoke og West Ham. Þar skoraði hann 43 mörk í 184 leikjum. Á síðustu leiktíð spilaði hann 33 leiki fyrir Bologna og skoraði 14 mörk. 

mbl.is