Haaland með bæði er titilvörn City hófst

Erling Haaland fagnar öðru marki sínu í dag.
Erling Haaland fagnar öðru marki sínu í dag. AFP/Justin Tallis

Manchester City vann sannfærandi 2:0-útisigur á West Ham í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í dag.

Fyrri hálfleikurinn var algjör eign gestanna frá Manchester en eina mark hans gerði Norðmaðurinn Erling Braut Haaland úr vítaspyrnu sem hann krækti sjálfur í. Það tók þennan mikla markaskorara því ekki nema rúman hálftíma að opna markareikning sinn í deildinni.

Í síðari hálfleik var Haaland svo aftur á ferðinni. Kevin De Bruyne þræddi boltann þá inn fyrir vörn West Ham þar sem Haaland var sloppinn aleinn í gegn og gerði hann engin mistök.

Yfirburðir City í leiknum voru gífurlega miklir og gefa lokatölur leiksins ekki alveg rétta mynd af honum. Gestirnir hefðu hæglega getað skorað a.m.k. þrjú mörk til viðbótar í leiknum. 

Titilvörn City fer því vel af stað. Liðið er með þrjú stig eftir fyrstu umferð en West Ham er enn án stiga.

Haaland fagnar fyrra marki sínu.
Haaland fagnar fyrra marki sínu. AFP/Justin Tallis
West Ham 0:2 Man. City opna loka
90. mín. Julián Álvarez (Man. City) á skot framhjá Kemur sér í fínt færi og hamrar boltanum svo í hausinn á Kurt Zouma og aftur fyrir. Zouma steiniggur eftir.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert