Bournemouth framlengir við Adam Smith

Adam Smith er 31 árs gamall og skrifaði undir tveggja …
Adam Smith er 31 árs gamall og skrifaði undir tveggja ára samning. Ljósmynd/Bournemouth

Bournemouth framlengir samning sinn við Adam Smith sem hefur verið hjá félaginnu síðan 2014.

Smith hefur spilað 309 leiki með liðinu og framlengir samning sinn til 2024. Hann er 31 árs gamall hægri bakvörður og á leiki með yngri landsliðum Englands.

Bournemouth komst upp um deild eftir síðasta tímabil og var í byrjunarliði í fyrsta leik þeirra á tímabilinu gegn Aston villa. Leikurinn fór 2:0 fyrir Bournemouth.

mbl.is
Loka