Meira að segja með sömu klippinguna!

Gylfi Einarsson og Bjarni Þór Viðarson voru gestir Tómasar Þórs Þórðarsonar í Vellinum á Símanum sport í gær. Þeir ræddu meðal annars um innkomu Darwin Núnez sem skoraði mark og lagði upp í 2:2 jafntefli Liverpool gegn Fulham.

Mikið hefur verið rætt um Núnez og Erling Haaland, nýja framherja Man. City. Tómas Þór talaði um að þeir væru svo líkir og ætla að skora svo mikið að þeir eru með sömu klippinguna.

Umræðurnar má sjá í spilaranum hér fyrir ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport.

mbl.is