Sögulegur sigur fyrir Brighton á Old Trafford

Graham Potter, knattspyrnustjóri Brighton í leiknum gegn Manchester United.
Graham Potter, knattspyrnustjóri Brighton í leiknum gegn Manchester United. AFP/ Lindsey Parnaby

Þrátt fyrir leikmannamissi í sumar vann Brighton and Hove Albion sigur á enska stórveldinu Manchester United á laugardaginn í ensku deildinni í knattspyrnu.

Tveir mikilvægir leikmenn liðsins á síðasta tímabili þeir Yves Bissouma og Marc Cuccurella yfirgáfu Brighton í leikmannaglugganum í sumar. Bissouma fór frá þeim til Tottenham og Cucurella fór yfir til Chelsea. Samtals voru þeir seldir fyrir rúmlega 87 milljón pund. 

Á síðasta tímabili endaði Brighton í 9. sæti í deildinni en það er þeirra besti árangur í deildinni frá upphafi. 

Þessi sigur var fyrsta skipti sem Brighton vinnur Manchester United á Old Trafford í sögu félagsins.

Graham Potter, knattspyrnustjóri Brighton talaði vel um varnarlínu sína í leiknum í viðtali við BBC „Þeir tóku ábyrgð og sýndu hugrekki í vörninni og sem lið, frá fremsta manni vorum við að taka ábyrgð og vinna fyrir hvorn annan. Þegar þú spilar þannig þá áttu möguleika,“ sagði Potter.

Einungis Danny Murphry hefur skorað fleiri sigurmörk gegn United heldur en Parscal Gross sem skoraði tvö í leiknum í gær.

mbl.is