Úlfarnir sækja enn einn Portúgalann

Goncalo Guedes fagnar marki ásamt Manchester City-mönnunum Bernardo Silva og …
Goncalo Guedes fagnar marki ásamt Manchester City-mönnunum Bernardo Silva og Joao Cancelo. AFP

Wolves hefur fengið til liðs við sig portúgalska knattspyrnumanninn Goncalo Guedes á 27,5 milljónir punda frá Valencia. 

Guedes er 25 ára gamall kantmaður sem semur til fimm ára hjá Úlfunum. Hann kemur til félagsins frá Valencia þar sem hann skoraði 13 mörk og lagði upp önnur sex í spænsku deildinni í fyrra. 

Portúgalinn er uppalinn hjá Benfica en hefur einnig spilað fyrir PSG. Hann á að baki 32 landsleiki fyrir portúgalska landsliðið. 

mbl.is
Loka