United mögulega að fá miðjumann

Adrien Rabiot á 29 leiki með franska landsliðinu.
Adrien Rabiot á 29 leiki með franska landsliðinu. AFP/Franick Fife

Enska knattspyrnufélagið Manchester United er mögulega að fá nýjan miðjumann en Adrien Rabiot, leikmaður Juventus gæti verið að koma ef United nær samkomulagi við móðir hans.

Rabiot hefur spilað með Juventus frá 2019 og gefur spilað 129 leiki fyrir félagið. Hann á ár eftir af samningi sínum við þá og United hefur áhuga á að fá hvaða miðjumann sem vill koma til þeirra því Frenkie de Jong vill ekki koma frá Barcelona og samkvæmt Sky Sports á Ítalíu hafnaði Bologna tilboði United í Marko Arnautovic.

Liðin hafa náð samkomulagi en þá taka samningsviðræður við móðir hans við en hún er umboðsmaður hans. 

United tapaði fyrsta leik þeirra á tímabilinu 1:2 gegn Brighton í gær en United virðist þurfa að fá miðjumann og kraftaverk til að koma sér upp úr holunni sem þeir hafa grafið sér.

mbl.is