Varabúningur Leeds á hafsbotni

Leeds United í leik gegn Crystal Palace á undirbúningstímabilinu.
Leeds United í leik gegn Crystal Palace á undirbúningstímabilinu. AFP/Trevor Collins

Það hefur verið tómt vesen fyrir varabúninga knattspyrnufélagsins Leeds United að koma sér frá Suðaustur-Asíu þar sem Adidas framleiðir treyjurnar.

Fyrst var það Covid-19 faraldurinn sem setti strik í reikninginn hjá framleiðslunni í Singapúr en einungis 10.000 treyjur hafa komist í sölu.

Núna voru loks fleiri treyjur á leið til Bretlands þar sem vanalega selur félagið í kringum 300.000 treyjur en gámurinn með treyjunum féll úr skipinu sem var að flytja þá til Englands og sitja því treyjur Leeds þessa stundina á hafsbotni.

Leeds vann fyrsta leik sinn á tímabilinu gegn Wolverhampton Wanderers 2:1 á heimavellli í aðalbúning liðsins á laugardaginn.

mbl.is