Fyrsti leikmaður ensku deildarinnar á gleðigöngu

Alyng í gleðigöngunni.
Alyng í gleðigöngunni. Ljósmynd/Leeds

Luke Ayling var á sunnudaginn fyrsti leikmaður ensku deildarinnar til að fara á gleðigöngu. Hann er 30 ára leikmaður Leeds.

Ayling kom á gleðigöngu í Leeds borg sem haldin var á sunnudaginn. Knattspyrnufélagið Leeds var styrktaraðili göngunnar annað árið í röð og vildu hafa fulltrúa á staðnum til að sýna stuðning við LGBTQ+ samfélagið. Fyrrum leikmenn liðsins Jermaine Beckford og Noel Whelan mættu einnig.

Alyng hefur spilað 220 leiki með Leeds og verið hjá félaginu síðan 2016 en missti af fyrsta leik liðsins um helgina vegna meiðsla.

 

mbl.is