Onana til Everton

Onana er 20 ára gamall.
Onana er 20 ára gamall. Ljósmynd/Everton

Miðjumaðurinn Amadou Onana kemur til enska knattspyrnufélagsins Everton frá Lille í Frakklandi.

Kaupverðið á Amadou Onana var 33 milljón pund og skrifar undir fimm ára samning. Hann er 20 ára miðjumaður og var valinn í belgíska landsliðið á þessu ári og þar spilaði hann með Romelu Lukaku sem talaði vel um Everton. 

„Fólk ber mikla virðingu fyrir þessu félagi. Það sagði Lukaku mér,“ sagði Onana en hann sagði að knattspyrnustjórinn Frank Lampart væri einnig stór ástæða fyrir því að hann kæmi til Everton. Lampard átti glæstan feril í ensku deildinni sem miðjumaður en Lukaku spilaði í smá tíma með honum þegar þeir voru hjá Chelsea. 

Onana var einnig komin langt í samningsviðræður með West Ham og voru liðin búin að koma saman um kaupverð en hann valdi Everton.

 Amadou Onana tekur treyjunúmerið 8 og sagði það vera til heiðurs Kobe Bryant en Kobe var með treyjunúmer 8 í upphafi feril hans hjá LA Lakers.

Onana var á  Goodison Park þegar nýja félagið hans tapaði gegn Chelsea í fyrsta leik liðsins á tímablilinu. Næsti leikur liðsins er á laugardaginn gegn Aston Villa á útivelli.mbl.is