Skiptir um lið í Lundúnum

Issa Diop fagnar marki með West Ham.
Issa Diop fagnar marki með West Ham. AFP

Nýliðar Fulham í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu karla hafa fest kaup á franska varnarmanninum Issa Diop. Hann kemur frá nágrönnum Fulham í Lundúnum, West Ham United, þar sem hann hefur leikið undanfarin fjögur ár.

Kaupverðið er 15 milljónir punda og skrifar Diop undir fimm ára samning við Fulham.

Hann lék 96 leiki í ensku úrvalsdeildinni fyrir West Ham og skoraði í þeim sex mörk.

Undanfarin tvö tímabil hefur Diop ekki átt fast sæti í vörn Hamranna og ákvað hann því að róa á önnur mið.

mbl.is