Tottenham nær í efnilegan Ítala

Antonio Conte er búinn að kaupa ungan bakvörð frá heimalandinu.
Antonio Conte er búinn að kaupa ungan bakvörð frá heimalandinu. AFP/Chris Radburn

Enska knattspyrnufélagið Tottenham hefur komist að samkomulagi við Udinese frá Ítalíu um kaupverð á Ítalanum unga Destiny Udogie. 

Udogie er 19 ára gamall bakvörður sem skoraði fimm mörk og gaf fjórar stoðsendingar í 35 leikjum með Udinese á síðustu leiktíð. Hann hefur leikið með yngri landsliðum Ítalíu.

Tottenham lánar leikmanninn aftur til Udinese út yfirstandandi leiktíð og leikur hann því eitt tímabil til viðbótar í heimalandinu.

mbl.is