Elliott framlengir

Harvey Elliott kom inn á þegar Thiago Alcantara kom af …
Harvey Elliott kom inn á þegar Thiago Alcantara kom af velli í fyrsta leik Liverpool á tímabilinu. AFP/Justin Tallis

Hin 19 ára gamli Harvey Elliott hefur framlengt samning sinn hjá enska knattspyrnufélaginu Liverpool.

Elliott kom í akademíuna hjá Liverpool frá Fulham árið 2019 og skrifar undir samning til 2027. Hann byrjaði síðasta tímabil frábærlega og var í byrjunarliði í þrem leikjum liðsins af fyrstu fjórum en eftir fjóra leiki meiddist hann illa í ökklanum og var frá nær allt tímabilið en kom aftur til leiks í febrúar en fékk ekki fast sæti í byrjunarliðinu eftir það.

Nú eru miðjumenn Liverpool margir meiddir og hver veit nema hin ungi Elliott verði í byrjunarliði næsta mánudag þegar liðið mætir Crystal Palace en hann kom inn á þegar Tiago fór meiddur af velli í fyrsta leik liðsins á tímabilinu.mbl.is