Evrópumeistarinn framlengir við Chelsea

Millie Bright er varafyrirliði Chelsea.
Millie Bright er varafyrirliði Chelsea. Ljósmynd/Chelsea

Millie Bright, lykilleikmaður enska landsliðsins framlengdi samning sinn við enska knattspyrnufélagið Chelsea.

Hún skrifaði undir þriggja ára samning sem gerir það að verkum að hún mun spila í áratug fyrir enska félagið en hún kom þangað árið 2014.

Hún var með stórt hlutverk í enska landsliðinu þegar lið hennar urðu Evrópumeistarar í fyrsta sinn. Hún er 28 ára miðvörður og enginn hefur spilað jafn lengi og hún hefur fyrir kvennalið Chelsea.

„Chelsea er heimilið mitt og ég get ekki beðið eftir að berjast fyrir fleiri titlum hérna,“ sagði Bright en hún hefur þegar unnið 13 titla fyrir félagið.

mbl.is