Meiddist degi eftir fyrsta leik og frá í langan tíma

Alfons Sampsted og Manor Solomon í leik Íslands gegn Ísrael …
Alfons Sampsted og Manor Solomon í leik Íslands gegn Ísrael á Laugardalsvelli. AFP/Jack Guez

Ísra­elski knatt­spyrnumaður­inn Manor Solomon gekk til liðs við Fulham í leikmannaglugganum og meiddist á æfingu eftir fyrsta leik tímabilsins.

Fulham gerði 2:2 jafntefli við Liverpool síðastliðinn laugardag þar sem Solomon kom inn á af bekknum á 66. mínútu.

Fulham sagði í tilkynningu á heimasíðu sinni að hann myndi líklegast fara í aðgerð á hnénu á næstu dögum og að um væri að ræða langtíma meiðsli.

Soloman spilar einnig fyrir ísraelska landsliðið og var gríðar sterkur í síðasta leik liðsins þegar þeir mættu Íslandi í 2:2 jafntefli á Laugardalsvelli í Þjóðadeildinni 13. júní.

mbl.is