Chelsea í leit að varnarmanni

Thomas Tuchel, knattspyrnustjóri Chelsea.
Thomas Tuchel, knattspyrnustjóri Chelsea. AFP/Jacob Kupferman

Við erum að leita að miklum gæðum og samkeppni í hæsta gæðaflokki,“ sagði Thomas Tuchel, knattspyrnustjóri Chelsea, á blaðamannafundi í dag, en hann vill styrkja leikmannahóp sinn fyrir komandi átök í Ensku deildinni.

„Við gætum notast við einn miðvörð í viðbót þar sem við spilum með þrjá til baka. Við erum með mismunandi leikmenn sem spila þar eins og Azpilicueta sem er meiri hægri bakvörður, við gætum bætt við einum í viðbót og við sjáum hvað gerist,“ sagði Tuchel á fundinum samkvæmt BBC.

Sumir verða alltaf þínir leikmenn

Chelsea er orðað við Pierre-Emerick Aubameyang, leikmann Barcelona, og Tuchel var spurður út í hvernig það var að vinna með honum en hann þjálfaði Aubameyang á tíma þeirra hjá Dortmund í Þýskalandi. „Ég naut þess að vinna með honum. Sumir leikmenn verða alltaf þínir leikmenn vegna þess að þið voruð mjög nánir og hann er einn af þeim leikmönnum." 

Arsenal losaði sig við Aubmeyang á þessu ári og sagði það vera vegna hegðunar leikmannsins.

„Ég upplifði það aldrei og ætla ekki að tjá mig um þetta mál í virðingarskyni.“

Þýðingarmikill leikur

Chelsea á leik gegn Tottenham á sunnudaginn. „Þetta er þýðingarmikill leikur fyrir alla," sagði Tuchel um leikinn en Antonio Conte, knattspyrmustjóri Tottenham, hafði þegar tjáð sig um leikinn og sagði að það væri stórt bil milli liðanna. 

„Ég hef aldrei fundið fyrir þessu mikla bili, þetta eru alltaf erfiðir leikir og þeir eru með mjög hæfileikaríkt lið. Ég dáist að Antonio Conte en trúi ekki alltaf öllu sem hann segir. Þeir voru greinilega með eitthvað til að berjast fyrir á síðasta tímabil og náðu sæti í Meistaradeildinni,“ sagði Tuchel.

mbl.is