Defoe snýr aftur til Tottenham

Stuðningsmenn Tottenham þekkja Jermain Defoe vel.
Stuðningsmenn Tottenham þekkja Jermain Defoe vel. AFP

Jermain Defoe snýr aftur til Tottenham Hotspur sem þjálfari í akademíunni og nokkurskonar sendiherra félagsins.

Jermain Defoe er fyrrum landsliðsmaður Englands og leikmaður Tottenham en hann skoraði 143 mörk í 363 leikjum fyrir félagið en hann var þar frá 2004-2014 með stuttu stoppi til Portsmouth. Hann er 6. markahæsti leikmaður í sögu Tottenham.

Einnig lék hann á ferlinum með West Ham United, AFC Bournemouth, Portsmouth, Toronto FC, Sunderland og Rangers þar sem hann var spilandi þjálfari og vann með þeim skosku deildina árið 2020/21.

Hann var sæmdur OBE orðunni árið 2018 fyrir sjálfboðastörf sín. Hann mun vinna með U17 til U21 árs liðum félagsins og vera sendiherra félagsins en í því starfi mun hann aðstoða í starfi félagsins í samfélaginu, styrkt samskipti við alþjóðlegan aðdáendahóp liðsins og styðja við félaga klúbbsins

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert