Leikur aldarinnar á Anfield (myndskeið)

Newcastle United var í harðri toppbaráttu í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta tímabilið 1995/96. Liðið var um tíma með 15 stiga forskot á toppi deildarinnar, en mistókst samt sem áður að tryggja sér Englandsmeistaratitilinn.

Besti leikur tímabilsins, og af mörgum talinn besti leikur ensku úrvalsdeildarinnar frá upphafi, kom þegar Newcastle sótti Liverpool heim á Anfield.

Eftir magnaðan markaleik fagnaði Liverpool 4:3-sigri þar sem Stan Collymore skoraði sigurmarkið á lokamínútunni.

David Ginola og Les Ferdinand, lykilmenn Newcastle á þeim tíma, og Jamie Redknapp úr Liverpool rifja leikinn upp í stuttri heimildamynd sem sjá má hér fyrir ofan.

Mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert