Shelvey verður frá í þrjá mánuði

Jonjo Shelvey hefur spilað með félaginu frá 2016.
Jonjo Shelvey hefur spilað með félaginu frá 2016. Ljósmynd/Newcastle

Jonjo Shelvey, leikmaður Newcastle United í efstu deild Englands í knattspyrnu, verður frá í þrjá mánuði vegna meiðsla.

Shelvey meiddist í æfingaleik liðsins gegn Benfica þann 26. júlí á undirbúningstímabilinu. Hann meiddist aftan í læri og þurfti að fara í aðgerð og verður frá næstu 12 vikur.

Shelvey er 30 ára miðjumaður og kom til Newcastle árið 2016. Hann spilaði 25 leiki á síðustu leiktíð og var mikilvægur undir lok tímabilsins þegar liðið lenti í 11. sæti í deildinni.

Þetta er annað tímabilið í röð sem hann missir af fyrstu mánuðunum en á síðasta tímabili var hann frá vegna meiðsla í kálfa þar til í október.

„Hann var búin að vinna mjög hart að sér á undirbúningstímabilinu og var í mjög góðu líkamlegu formi og þetta var virkilega leiðinlegt bæði fyrir hann og fyrir okkur,“ sagði Eddie Howe, knattspyrnustjóri Newcastle.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert