Brentford valtaði yfir United

Mathias Jensen skorar annað mark Brentford í dag.
Mathias Jensen skorar annað mark Brentford í dag. AFP/Ian Kington

Brentford gerði sér lítið fyrir og vann 4:0-heimasigur á Manchester United í síðasta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta.

Heimamenn komust yfir á 10. mínútu þegar Josh Dasilva átti skot utan teigs og David De Gea í marki United missti boltann klaufalega undir sig. Aðeins átta mínútum síðar átti de Gea slæma sendingu á Christian Eriksen í teignum og Mathias Jensen refsaði með öðru marki Brentford.

Heimamenn héldu áfram að sækja án afláts næstu mínútur og Ben Mee bætti við þriðja markinu á 31. mínútu með skalla af stuttu færi og Bryan Mbeumo gulltryggði 4:0-sigur með góðu marki eftir skyndisókn og þar við sat.

United lék aðeins betur í seinni hálfleik en gekk illa að skapa sér almennileg færi gegn skipulögðu liði Brentford og því fór sem fór.

Brentford er með fjögur stig eftir tvo leiki en United er án stiga eftir töp fyrir Brighton og nú Brentford.  

Brentford 4:0 Man. Utd opna loka
90. mín. Það verða að minntsa kosti fjórar mínútur í uppbótartíma.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert