Meistararnir fóru létt með nýliðana – Leeds missti niður forskot

Kevin De Bruyne gerði annað mark City.
Kevin De Bruyne gerði annað mark City. AFP/Oli Scarff

Manchester City átti ekki í neinum vandræðum með að vinna 4:0-stórsigur á nýliðum Bournemouth á heimavelli í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

İlkay Gündogan, Kevin De Bruyne og Phil Foden skoruðu allir í fyrri hálfleik og komu City í 3:0. Meistararnir slökuðu aðeins á í seinni hálfleik en sjálfsmark frá Jefferson Lerma á 79. mínútu sá til þess að lokatölur urðu 4:0.

Southampton og Leeds skildu jöfn, 1:1, í Southampton. Eftir markalausan fyrri hálfleik kom spænski landsliðsmaðurinn Rodrigo gestunum í 2:0 með tveimur mörkum á fyrsta kortérinu í seinni hálfleik.

Southampton neitaði hinsvegar að gefast upp og Joe Aribo minnkaði muninn á 72. mínútu og Kyle Walker-Peters jafnaði á 81. mínútu og þar við sat.

Þá gerðu Brighton og Newcastle markalaust jafntefli í Brighton, eins og Wolves og nýliðar Fulham á heimavelli Wolves.  

Staðan í deildinni.
Staðan í deildinni. Ljósmynd/Sofascore
mbl.is