Mörkin: Endurkoma Southampton gegn Leeds

Southampton neitaði að gefast upp er liðið mætti Leeds á heimavelli í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Rodrigo kom Leeds yfir með tveimur mörkum snemma í seinni hálfleik en Southampton neitaði að gefast upp og Joe Aribo minnkaði muninn á 72. mínútu og Kyle Walker-Peters jafnaði á 81. mínútu og þar við sat.

Svipmyndir úr leiknum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport.

mbl.is