Snillingurinn sem umbylti ensku úrvalsdeildinni

Hollendingurinn Dennis Bergkamp er af mörgum talinn einn besti erlendi leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar frá upphafi, en hann lék með Arsenal frá 1995 til 2006.

Á þeim tíma lék hann 315 leiki í deildinni og skoraði í þeim 87 mörk. Frægasta markið kom gegn Newcastle árið 2002, þegar hann lék á einstakan hátt á varnarmann og skoraði. Markið má sjá í stuttri heimildamynd um kappann í spilaranum hér fyrir ofan.

Bergkamp varð í þrígang Englandsmeistari með Arsenal og vann bikarinn fjórum sinnum.

Mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert