Þriðja konan til að dæma leik í efstu deild englands

Sian Massey-Ellis hefur verið aðstoðardómari á fjölda leikja í ensku …
Sian Massey-Ellis hefur verið aðstoðardómari á fjölda leikja í ensku úrvalsdeildinni undanfarin ár. AFP

Wolverhampton Wanderers og Fulham mætast í dag í efstu deild Englands í knattspyrnu. Þar verður í þriðja skipti í sögu deildarinnar, kona í dómgæslunni.

Natalie Aspinall hefur dæmt leiki í næst efstu deild karla á Englandi í sex ár. Hún dæmdi á HM kvenna árin 2011 og 2015 og einnig hefur hún þrisvar sinnum dæmt úrslitaleik í ensku bikarkeppni kvenna.

Fyrsta konan til að dæma leik í efstu deild á Englandi var Wendy Toms og önnur var Sian Massey-Ellis.

Aspinall mun vera aðstoðardómari þegar Wolves og Fulham mætast klukkan 14.00 í dag. „Ég ætlaði ekki að leyfa einhverjum að segja mér að ég gæti ekki gert þetta vegna þess hver ég er,“ sagðu Aspinall í viðtali við BBC.

mbl.is