Ekkert frí fyrir United

Erik ten Hag á erfitt verk fyrir höndum.
Erik ten Hag á erfitt verk fyrir höndum. AFP/Ian Kington

Leikmenn Manchester United áttu að fá frí frá æfingum í dag en eftir sorglega frammistöðu leik þeirra gegn Brentford, breytti Erik ten Hag, knattspyrnustjóri liðsins þeim plönum.

United menn byrjuðu tímabilið afar dapurlega með 2:1 tapi á Brighton & Hove Albion í fyrsta leik liðsins og enn verr fór annar leikur þeirra gegn Brentford.

Eftir niðurlægjandi 0:4 tap í gær þar sem öll mörkin komu á fyrstu 35 mínútum leiksins ákvað Erik ten Hag að leikmenn sínir fengu ekki hvíld í dag eftir ferðalagið til Lundúna í gær þrátt fyrir það að átta dagar eru í næsta leik liðsins.

Næsti leikur liðsins er gegn Liverpool og liðið var mætt á Carrington æfingasvæðið í dag til þess að undirbúa sig fyrir þennan leik og erfiða tímabilið sem er í vændum.

Lítið hefur heyrst í leikmönnum liðsins á samfélagsmiðlum en markmaður liðsins David DeGea tók ábyrgð í viðtali sem hann bað um að fara í eftir leikinn.

mbl.is