Lingard mætir gamla félagi sínu

Jesse Lingard gekk vel með West Ham og var vinsæll …
Jesse Lingard gekk vel með West Ham og var vinsæll meðal stuðningsmanna. AFP

Jesse Lingard og félagar í Nottingham Forest mæta West Ham í efstu deild Englands í knattspyrnu í dag og knattspyrnustjóri Tottenham, Antonio Conte mætir gamla félagi sínu Chelsea.

Lingard spilapi með West Ham á láni frá Manchester United frá janúar til júní 2021 og skoraði þar 9 mörk og kom með 4 stoðsendingar í 16 leikjum. Talið var líklegt að hann myndi ganga aftur til liðs við West Ham þegar samningur hans hjá United rann út í sumar en svo varð ekki.

Hann er einn af fjórtán nýjum leikönnum Forest í sumar og þeir eru samkvæmt Sky Sports ekki hættir en liðið er sterklega orðað við miðjumann Lyon, Houssem Aouar.

Forest tapiði fyrsta leik tímabilsins 2:0 gegn Newcastle United.

West Ham byrjaði tímabilið einnig tímabilið á 2:0 tapi en þeir áttu leik gegn sterku liði Manchester City. 

Lundúnaliðin Chelsea og Tottenham mætast einnig í dag og liðin byrjuðu bæði tímabilið á sigri. Chelsea vann 1:0 gegn Everton í ekki mjög sannfærandi sigri á meðan Tottenham vann sinn fyrsta leik gegn Southampton 4:1 og stuðningsmenn liðsins eru mjög bjartsýnir fyrir tímabilinu. Tottenham hefur þó ekki unnið Chelsea í deildinni síðan 2018 og Tottenham hefur aðeins unnið Chelsea á Stamford Bridge einu sinni síðan febrúar 1990.

 Báðir leikir verða í beinni útsendingu á Sím­inn Sport.

Nottingham Forest - West Ham klukkan 13.00.

Chelsea - Tottenham klukkan 15:30.

mbl.is