Mörkin: Mikil læti í mögnuðum Lundúnaslag

Það voru mikil læti er Chelsea og Tottenham gerðu 2:2-jafntefli í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á Stamford Bridge í Lundúnaslag í dag.

Knattspyrnustjórar beggja liða fengu rautt spjald í leikslok, eftir að Harry Kane jafnaði í uppbótartíma. Upp úr sauð vegna þessa, en stjórarnir höfðu áður ögrað hvorum öðrum með fagnaðarlátum sínum.

Leikurinn var hin mesta skemmtun og dramatíkin í leikslok skemmdi ekki fyrir.

Svipmyndir úr leiknum magnaða má sjá í spilaranum hér fyrir ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport.  

mbl.is