Tvö rauð spjöld og fjögur mörk í Lundúnaslagnum

Antonio Conte og Thomas Tuchel í rifrildi þeirra eftir leikinn.
Antonio Conte og Thomas Tuchel í rifrildi þeirra eftir leikinn. AFP/Glyn Kirk

Chelsea og Tottenham mættust í spennuþrungnum leik á Stamford Bridge í Lundúnum sem endaði í 2:2 jafntefli.

Fyrri hálfleikur var rólegur, Chelsea var meira með boltann og fyrra mark þeirra kom frá þeim á 19. mínútu.

Það skoraði Kalidou Koulibaly eftir hornspyrnu. Boltinn kemur hjá vítapunktinum þar sem Koulibaly stendur aleinn og neglir boltanum á lofti í fjærhornið, 1:0. Lítið annað gerðist í fyrri hálfleik en sagan var allt önnur í seinni hálfleik.

Tottenham náði að jafna leikinn með marki frá Pierre-Emile Höjbjerg. Jorginho missir boltann klaufalega frá sér inn í teig Chelsea og Ben Davies kom boltanum á Hojbjerg sem neglir honum með jörðinni inn.

Það var brotið á Havertz í uppbyggingunni á þessu marki en of langur tími leið frá brotinu og þangað til boltinn fer inn til að dæma markið af en allt verður brjálað á hliðarlínunni og báðir þjálfarar fá spjald eftir rifrildi og staðan jöfn 1:1.

Rece James kemur síðan Chelsea aftur yfir eftir stoðsendingu frá Raheem Sterling. James var einn á vinstri hliðinni og er bara með Hugo Lloris í marki Tottenham, fyrir framan sig þegar hann fær boltann og stýrir honum í netið, 2:1.

Auðvitað varð dramatískur endir á þessum stórleik Lundúnaliðanna en Harry Kane, fyrirliði Spurs skorar á lokamínútu leiksins með skalla eftir hornspyrnu og leikurinn endar 2:2. 

Dómarinn flautar leikinn af en dramatíkin heldur áfram þegar það þarf að aðskilja þjálfara liðanna eftir að handaband þeirra breyttist í hörkurifrildi. Virtist vera að Tuchel hafi verið ósáttur að fá ekki augnsamband við Conte og aðskilja þurfti þjálfarana.

Thomas Tuchel og Antonio Conte uppskáru báðir rautt spjald og þannig endaði þessi ótrúlegi leikur.Lýsing uppfærist sjálfkrafa

Allar lýsingar í beinni

Chelsea 2:2 Tottenham opna loka
90. mín. 6 mínútur í uppbótatíma.
mbl.is