Diego Carlos lengi frá vegna meiðsla

Diego Carlos lagðist niður á loka mínútum leiksins á laugardaginn.
Diego Carlos lagðist niður á loka mínútum leiksins á laugardaginn. AFP/ Geoff Caddick

Diego Carlos sleit hásin í öðrum leik sínum fyrir enska úrvalsdeildarfélagið Aston Villa á laugardaginn.

Carlos kom frá Sevilla fyrir 26 milljón pund í sumar og var talinn mjög mikilvægur leikmaður á komandi tímabili fyrir Villa. Hann var í byrjunarliði í fyrsta leik liðsins á tímabilinu gegn Bournemouth og aftur í leik þeirra gegn Everton.

Á síðustu mínútum leiksins gegn Everton fór Carlos meiddur af velli. Aston Villa tilkynnti það svo á heimasíðu sinni í dag að hann hefði slitið hásin og þyrfti að fara í aðgerð. Carlos verður frá í langan tíma og hefur líklegast spilað síðasta leik sinn á tímabilinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert