Everton hafnaði tilboði Chelsea

Anthony Gordon í leik Everton gegn Chelsea.
Anthony Gordon í leik Everton gegn Chelsea. AFP/Lindsey Parnaby

Enska úr­vals­deild­ar­fé­lagið Everton hafnaði 40 milljóna punda tilboði Chelsea í unga framherjann Anthony Gordon.

Gordon hefur verið í byrjunarliði og spilað allar mínútur í fyrstu tveimur leikjum liðsins á tímabilinu gegn Chelsea og Aston Villa. Þeir töpuðu báðum leikjum sínum, fyrsta 0:1 gegn Chelsea og öðrum 1:2 gegn Villa.

Gordon kom upp úr akademíu Everton og hefur spilað fyrir yngri landslið Englands. Samkvæmt BBC mun Chelsea gera annað tilboð og bjóða mögulega tvo leikmenn, ásamt peningum, í því tilboði.

Þeir Armando Broja og Conor Gallagher, sem komu inn á undir lok leiks fyrir Chelsea í leik þeirra gegn Tottenham í gær, eru leikmenn sem Everton hefur áhuga á að fá og gætu verið í næsta tilboði Chelsea.

Gordon hefur komið við sögu í 51 Everton-leik þrátt fyrir að vera aðeins 21 árs gamall.

mbl.is