Mina frá í átta vikur

Yerry Mina á 39 leiki fyrir kólumbíska landsliðið.
Yerry Mina á 39 leiki fyrir kólumbíska landsliðið. AFP/Rob Carr

Yerry Mina, varnarmaður enska knattspyrnuliðsins Everton, meiddist í fyrsta leik liðsins á tímabilinu gegn Chelsea.

Í seinni hálfleik þurft Mina að fara af velli vegna meiðsla og hann var ekki í hópnum þegar liðið mætti Aston Villa í 1:2-tapi á laugardaginn.

Mina náði aðeins 13 leikjum á síðasta tímabili vegna þesss að hann var oft að glíma við meiðsli og þetta tímabil fer ekki vel af stað fyrir hann þar sem hann þarf að vera átta vikur frá.

Frank Lampard segir sig ekki vanta varnarmann í hans stað en hann fékk miðverðina Conor Coady og James Tarkowski í glugganum.

Þar með meiddust tveir leikmenn Everton í fyrsta leiknum en Ben Godfrey fótbrotnaði eftir um 10 mínútna leik.

mbl.is