Nunez sá rautt er Liverpool missteig sig á Anfield

Luis Díaz fagnar marki sínu í kvöld.
Luis Díaz fagnar marki sínu í kvöld. AFP/Paul Ellis

Heimamenn í Liverpool byrjuðu leikinn af miklum krafti og höfðu mikla yfirburði. Palace-menn fengu varla að prófa að hafa boltann en Liverpool sótti án afláts. Þrátt fyrir það var það Wilfried Zaha sem kom gestunum óvænt yfir eftir rúmlega hálftíma leik en hann slapp þá einn inn fyrir vörn Liverpool og kláraði vel framhjá Alisson. Eftir markið kom góður kafli gestanna en undir lok hálfleiksins tóku heimamenn aftur völdin og var Úrúgvæinn Darwin Nunez hársbreidd frá því að jafna þegar hann skaut í stöng úr fínu færi í teignum. Staðan í hálfleik var 1:0 gestunum í vil en óhætt er að segja að leikplan Patrick Vieira hafi gengið fullkomlega upp. 

Fyrsta korterið í seinni hálfleiknum gekk ekkert upp hjá heimamönnum. Þeir voru vissulega áfram meira með boltann en hörmulega gekk að skapa færi. Á 57. mínútu missti svo Nunez hausinn algjörlega og lét reka sig af velli með beint rautt spjald. Joachim Anderson komst þá í hausinn á Nunez sem brást ókvæða við og skallaði Danann. 

Darwin Nunez gengur af velli eftir að hafa fengið rautt …
Darwin Nunez gengur af velli eftir að hafa fengið rautt spjald. AFP/Paul Ellis

Einungis fimm mínútum síðar jöfnuðu þó heimamenn en þar var að verki Luis Díaz. Hann fékk boltann þá vinstra megin á vellinum, dansaði með hann í átt að vítateigsboganum, fram hjá fimm varnarmönnum og smellti honum í fjærhornið. Gjörsamlega magnað einstaklingsframtak frá Kólumbíumanninum.

Þrátt fyrir áframhaldandi yfirburði heimamanna fengu bæði lið ágætis sénsa til að tryggja sér sigur en allt kom fyrir ekki, lokatölur 1:1. Liverpool er því með tvö stig eftir tvo leiki og Crystal Palace eitt.

Wilfried Zaha fagnar því að hafa komið Crystal Palace yfir …
Wilfried Zaha fagnar því að hafa komið Crystal Palace yfir í kvöld. AFP/Paul Ellis
Liverpool 1:1 Crystal Palace opna loka
90. mín. Kostas Tsimikas (Liverpool) fær gult spjald
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert