Ummæli Tuchels til skoðunar hjá aganefnd

Aganefnd enska knattspyrnusambandsins skoðar ummæli Thomas Tuchel.
Aganefnd enska knattspyrnusambandsins skoðar ummæli Thomas Tuchel. AFP/Glyn Kirk

Ummæli Thomas Tuchels, knattspyrnustjóra Chelsea, um dómgæslu í leik Chelsea gegn Tottenham, eru til skoðunar hjá aganefnd enska knattspyrnusambandsins.

Tuchell var ósáttur við dómgæsluna og sagði að hvorugt mark Tottenham hefði átt að standa í 2:2-jafntefli liðanna. 

„Gula spjaldið var óþarfi en margt var óþarfi í leiknum. Önnur léleg ákvörðun hjá dómaranum í kvöld,“ er það sem Tuchel hafði að segja um dómgæslu Anthonys Taylors í leiknum.

„Síðan hvenær má toga í hár á fótboltavelli? Ef VAR skoðar þetta og segir að þetta sé ekkert þá þurfum við ekki að skoða neitt lengur, þetta er fáránlegt,“ sagði Tuchel í viðtali við Sky Sports.

Illa var farið með Marc Cucurella í leiknum.
Illa var farið með Marc Cucurella í leiknum.

Tiago Silva var einnig ósáttur og skrifaði við mynd sem hann setti inn af atvikinu á Instagram. „Hafið þið séð þetta? Ekki möguleiki. Má rífa hár hans af?“ skrifaði Silva. 

Tuchel hafði fleira að segja um dómgæsluna í gær og í öðru viðtali var hann spurður hvort Taylor ætti ekki að dæma Chelsea-leik aftur. „Ég get fullvissað þig um það að allur búningsklefinn, hver einasti einstaklingur, er á þeirri skoðun.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert