Andersen hótað öllu illu eftir Liverpool leikinn

Joachim Andersen og Darwin Nunez í leiknum í gær.
Joachim Andersen og Darwin Nunez í leiknum í gær. AFP/Paul Ellis

Joachim Andersen segist hafa fengið um 300-400 niðrandi skilaboð eftir leik Crystal Palace gegn Liverpool þegar hann var skallaður af Darwin Nunez, framherja Liverpool.

Nunez fékk að líta rauða spjaldið eftir að hafa skallað danska landsliðsmannin, Andersen, sem lét sig falla eftir höggið. Þetta var verðskuldað rautt spjald sem Nunez fékk en sumir stuðningsmenn Liverpool ákváðu að kenna Andersen um og sendu honum ljót skilaboð á Instagram

Hann var af sumum kallaður rotta og meðal annars voru dauðahótanir sem danski landsliðsmaðurinn fékk á bæði dönsku og ensku.

Hann setti inn myndir af nokkrum skilaboðum sem hann fékk og þar á meðal var íslenskur strákur sem sendi honum afar ljót skilaboð sem Andersen birti á Instagram.

„Ég vona að Instagram og enska deildin geri eitthvað í þessu,“ skrifaði Andersen eftir myndaþráðinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert