Frá Everton til Tyrklands?

Dele Alli gæti farið til Besiktas.
Dele Alli gæti farið til Besiktas. AFP/David Berding

Enski knattspyrnumaðurinn Dele Alli er í viðræðum við tyrkneska félagið Besiktas og gæti hann gengið í raðir þess frá Everton.

Alli kom til Everton frá Tottenham í janúar, en hann hefur ekki náð að vinna sér inn fast sæti í Everton-liðinu og ollið vonbrigðum.

Ferill miðjumannsins hefur legið niður á við undanfarin ár, en hann var á sínum tíma einn besti ungi leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar.

Þá var hann í byrjunarliði enska landsliðsins er það fór alla leið í undanúrslit á HM í Rússlandi fyrir fjórum árum.

mbl.is