Klopp um Núnez: „Á ekki að haga sér svona“

Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, fyrir leikinn í kvöld.
Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, fyrir leikinn í kvöld. AFP/Paul Ellis

Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, sagði úrúgvæska framherjann Darwin Núnez hafa verðskuldað beina rauða spjaldið sem hann fékk í 1:1-jafntefli liðsins gegn Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu karla í kvöld.

Núnez skallaði Joachim Andersen, varnarmann Palace, eftir að sá síðarnefndi hafði ýtt við honum.

„Eftir að hafa séð þetta aftur er þetta auðvitað rautt spjald.

Leikmönnum er ögrað öllum stundum en hann á ekki að gera þetta, hann á ekki að haga sér svona,“ sagði Klopp meðal annars í samtali við Sky Sports eftir leik.

mbl.is