Lærði að spila á götunni og varð goðsögn

Wayne Rooney, markahæsti leikmaðurinn í sögu Manchester United og enska landsliðsins, lærði að spila fótbolta á götum Liverpool-borgar, þar sem hann er uppalinn.

Eftir að hafa slegið í gegn ungur að árum hjá Everton lá leiðin til Manchester United, þar sem hann lék í 13 ár og var einn besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar í áraraðir.

Frægasta markið sem Rooney skoraði á ferlinum var sigurmark gegn Manchester City á Old Trafford 12. febrúar árið 2011, en markið skoraði hann með stórkostlegri hjólhestaspyrnu.

Stutta heimildamynd um Rooney má sjá í spilaranum hér fyrir ofan en í henni er m.a. rætt við Sir Alex Ferguson, stjórann hans hjá United, og Paul Scholes, liðsfélaga hans til margra ára.

Mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert