Nunes til Wolves fyrir metupphæð

Matheus Nunes hefur spilað með Sporting frá 2019.
Matheus Nunes hefur spilað með Sporting frá 2019. AFP/Patricia De Melo Moreira

Matheus Nunes er á leiðinni í ensku úrvalsdeildina í lið Wolverhampton Wanderers. Hann kemur þangað frá Sporting Lissabon í Portúgal.

Kaupverðið á Nunes fyrir Wolves er 45 milljón evrur og fimm milljónir í viðbætur en það er það hæsta sem félagið hefur eytt í leikmann. 

Nunes er framliggjandi miðjumaður og var á óskalista hjá nokkrum enskum félögum en valdi Wolves. Hann er frá Portúgal og hefur spilað átta landsleiki. Hann er líklegur til að vera valin í landsliðshópinn fyrir HM.

Wolves tapaði fyrsta leik sínum gegn Leeds 1:2 og gerði 0:0 jafntefli í öðrum leik sínum gegn Fulham. Næsti leikur liðsins er gegn Tottenham á laugardaginn og vonast er til þess að Nunes geti spilað hann en til þess þarf hann að klára að skrifa undir fyrir seinnipart föstudags sem er líklegt.

mbl.is