Nunes til Wolves fyrir metupphæð

Matheus Nunes hefur spilað með Sporting frá 2019.
Matheus Nunes hefur spilað með Sporting frá 2019. AFP/Patricia De Melo Moreira

Matheus Nunes er á leiðinni í ensku úrvalsdeildina í lið Wolverhampton Wanderers. Hann kemur þangað frá Sporting Lissabon í Portúgal.

Kaupverðið á Nunes fyrir Wolves er 45 milljón evrur og fimm milljónir í viðbætur en það er það hæsta sem félagið hefur eytt í leikmann. 

Nunes er framliggjandi miðjumaður og var á óskalista hjá nokkrum enskum félögum en valdi Wolves. Hann er frá Portúgal og hefur spilað átta landsleiki. Hann er líklegur til að vera valin í landsliðshópinn fyrir HM.

Wolves tapaði fyrsta leik sínum gegn Leeds 1:2 og gerði 0:0 jafntefli í öðrum leik sínum gegn Fulham. Næsti leikur liðsins er gegn Tottenham á laugardaginn og vonast er til þess að Nunes geti spilað hann en til þess þarf hann að klára að skrifa undir fyrir seinnipart föstudags sem er líklegt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert