United vill leikmann Brighton

Moises Caicedo, til hægri, hefur leikið vel með Brighton.
Moises Caicedo, til hægri, hefur leikið vel með Brighton. AFP/Glyn Kirk

Enska knattspyrnufélagið Manchester United hefur mikinn áhuga á að fá Ekvadorann Moises Caicedo í sínar raðir frá Brighton.

Caicedo átti góðan leik fyrir Brighton á móti Manchester United í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar á dögunum. Hann hefur verið í byrjunarliði Brighton í síðustu tíu leikjum í ensku úrvalsdeildinn og þótt standa sig vel. 

United hefur áður sýnt leikmanninum áhuga, en félagið fylgdist vel með honum áður en hann samdi við Brighton í febrúar á síðasta ári.

Caicedo er samningsbundinn Brighton til ársins 2025 og hefur Brighton lítinn áhuga á að selja leikmanninn. Hann gæti þó verið falur fyrir rétt verð.

mbl.is