Gary Neville ósáttur við Ronaldo

Cristiano Ronaldo og félagar í Manchester United hafa tapað fyrstu …
Cristiano Ronaldo og félagar í Manchester United hafa tapað fyrstu leikjum tímabilsins. AFP/Lindsey Parnaby

Einn besti knattspyrnumaður í heimi, Cristiano Ronaldo, sagðist ætla að tjá sig í viðtali eftir nokkrar vikur. Gary Neville, fyrrum leikmaður Mancester United vill vita af hverju það gerist ekki strax.

Ronaldo hefur verið mikið í umræðunni eins og oft áður en það virðist gjarnan vera mikil dramatík í kringum portúgalska fyrirliðann.

„Þið munuð öll komast að sannleikanum þegar ég fer í fer í viðtal eftir nokkrar vikur,“ ritaði Ronaldo undir mynd hjá stuðningsmanni og bætti við:

„Fjölmiðlar hafa verið að ljúga, ég er með minnisbók og í henni er ég með yfir 100 fréttir sem hafa verið skrifaðar um mig og einungis fimm eru sannar. Ímyndaðu þér hvernig það er. Hafið það í huga,“ skrifaði Ronaldo við mynd frá Cr7.o_lendario á Instagram.

Gary Neville, sérfræðingur á Sky Sports og fyrrum leikmaður Manchester United var ósáttur við þessi skilaboð frá honum.

Stattu upp núna og talaðu

„Af hverju þarf besti leikmaður allra tíma (að mínu mati) að bíða í tvær vikur með það að segja aðdáendum Manchester United sannleikann? Stattu upp núna og talaðu. Félagið er í krísu og þarf leiðtoga. Hann er sá eini sem getur gripið almennilega inn í aðstæðurnar,“ skrifaði Neville.

Neville þekkir vel til Ronaldo en hann spilaði með honum á tíma sínum með United og þeir unnu ensku deildina þrisvar sinnum saman á tímabilunum 2006/07, 2007/8 og 2008/9.

mbl.is