Ratcliffe vill eignast United

Sir Jim Ratcliffe vill eignast Manchester United.
Sir Jim Ratcliffe vill eignast Manchester United. AFP

Sir Jim Ratcliffe, stærsti ein­staki land­eig­andi á Íslandi og rík­asti maður Bret­lands­eyja, hefur áhuga á að eignast enska knattspyrnufélagið Manchester United.

Hann hefur áður gert sig líklegan til að eignast stórlið á Englandi, því hann lagði fram tilboð í Chelsea fyrir þremur mánuðum síðan þegar félagið var sett á sölu.

Því tilboði var hafnað, en Ratcliffe hefur nú augastað á Manchester United. Glazer-fjölskyldan á United sem stendur en hún er ekki vinsæl hjá stuðningsmönnum félagsins. Hún gæti því freistast til þess að selja félagið, sem er eitt það verðmætasta í heimi. 

Ratcliffe hefur mikinn áhuga á íþróttum og á hann hjólreiðafélagið Ineos Grenadiers og franska knattspyrnufélagið Nice.

mbl.is