Ronaldo slapp með aðvörun

Cristiano Ronaldo slapp með aðvörun.
Cristiano Ronaldo slapp með aðvörun. AFP/Ian Kington

Portúgalski knattspyrnumaðurinn Cristiano Ronaldo slapp með aðvörun frá lögreglunni á Bretlandseyjum fyrir atvik sem átti sér stað eftir leik Everton og Manchester United á Goodison Park í Liverpool á síðustu leiktíð.

Eftir leik gekk Ronaldo pirraður af velli og sló síma úr hendi 14 ára stuðningsmanns Everton á leið sinni að leikmannagöngunum. Lögreglan rannsakaði málið í kjölfarið, en lét duga að formlega aðvara Portúgalann.

Eftir atvikið greindi móðir drengsins frá því að hann væri einhverfur og hefði verið í miklu losti. Þá var hann einnig marinn að sögn móðurinnar.

Ronaldo var fljótur að biðjast afsökunar á atvikinu og bjóða drengnum á leik á Old Trafford.

mbl.is