United hefur áhuga á Christian Pulisic

Christian Pulisic kom til Chelsea árið 2019.
Christian Pulisic kom til Chelsea árið 2019. AFP/ Jacob Kupferman

Manchester United sárvantar nýja leikmenn og félagið hefur áhuga á því að fá hinn bandaríska Christian Pulisic á láni frá Chelsea. 

Pulisic er fyrirliði bandaríska landsliðsins og fer því á HM í Katar í nóvember. Hann villspila meira fyrir mótið þar sem hann er ekki byrjunarliðsleikmaður hjá Chelsea.

Hann kom til Chelsea árið 2019 fyrir rúmlega 57 milljón pund frá Borussia Dortmund og hefur verið varamaður og komið inn af bekknum í fyrstu leikjum Chelsea á tímabilinu.

Tvær vikur eru til stefnu fyrir United til að finna sér leikmann þar til glugginn lokar þann 1. september.

Einnig hefur félagið verið orðað við framherjann Cody Gakpo hjá PSV og markmann Borussia Mönchengladbach, Yann Sommer

Yann Sommer á að veita David de Gea samkeppni en de Gea gekk ekki vel í marki United þegar liðið fékk fjögur mörk á sig gegn Crystal Palace. Sommer er 33 ára og hefur spilað 74 leiki með svissneska landsliðinu og er eftirsóttur af fleiri enskum félögum.

United situr núna í neðsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar og næsti leikur liðsins er gegn erkifjendum þeirra í Liverpool, sem er búið að fara brösuglega af stað en ekki hörmulega eins og United.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert